Glutenfrítt fæði

Glútenlaust …

Á heimilinu greindist einn aðili með alvarlegt glútenóþol. Í kjölfarið var glúteninntaka heimilisins takmörkuð og við það fundu allir á heimilinu breytingu til batnaðar. Við höfum ákveðið að halda glúteninntöku okkar í lágmarki og hér erum við að prófa okkur áfram í þeim efnum.

Glútenlausar

Uppskriftir


Hér höfum við súkkulaðibita muffins sem bragðast dásamlega. Þær eru léttar og mjúkar með stökkum topp….alveg einsog muffins eiga að vera.

Uppskrift:

  • 300g/5 dl glutenlaust hveiti frá Dove
  • 2½ tsk vínsteinslyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 1/8 tsk salt
  • 125g smjör
  • 80 g sykur (tæpur dl)
  • 1 dós kókosjógúrt
  • 3 egg
  • 1 dl mjólk
  • ½ tsk vanilludropar
  • 100 g súkkulaðispænir
  • AÐFERÐ:
  • Hitið ofninn í 190 gráður
  • Sigtum hveiti, lyfitiduft, matarsoda og salt í skál og blöndum vel
  • Bætum smjöri og sykri út í
  • Hrærum jógúrt, eggjum, mjólk og vanilludropum vel saman
  • Hellum nú blautefnunum út í þurrefnin og blöndum léttilega saman, bætum svo súkkulaðikurlinu í hræringinn.
  • Skiptum deginu niður í múffuform og bökum í 18-20 mín.

Hér höfum við nokkurskonar myndasögu af ferlinu við bakstur á súkkulaðibita muffins til að styðjast við .

Pizzagerð

Hér er video af pizzagerð. Gerðar voru nokkrar pizzur með mismunandi áleggi svo hægt væri að gera öllum til geðs.

Glútenlaust

Þótt glútensnautt fæði njóti vinsælda um þessar mundir, eru lítil vísindaleg rök fyrir því að glúten sé skaðlegt fyrir þá sem ekki þjást af glútenóþoli. Flestir þola það og þá engin ástæða til að forðast það.

Þegar ég minnkaði inntöku glutens tók ég eftir því að magaverkur sem kom upp reglulega hvarf, exemblettir á manninum mínum hurfu og húðin á barninu mínu (sem er greint með glútenóþol) batnaði til muna.

Mig grunar að við séum komin alltof langt frá því að hlusta almennilega á líkama okkar. Þeir eru alltaf að segja okkur eitthvað og við í amstri nútíma samfélagsins gleymum oft að hlusta.


Svo virðist sem glútenóþol sé að færast í vöxt og líklegt er að það hafi eitthvað að gera með matarmenningu okkar. Hveitið okkar er mikið unnið og vantar næringarefni sem það áður innihélt og þar með trefjar. Trefjar eru nauðsyn fyrir heilbrigði þarma okkar og heilbrigð þarmaflóra er undirstaða þess að líkamar okkar haldi heilsu.

Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum

Við erum ekki öll steypt í sama mótið og þurfum ekki öll að elta sömu töfralausn og virkaði fyrir einhvern annan til að líða vel.

Við þurfum að hlusta á líkamann okkar og taka eftir því hvað við höfum verið að gera rétt og hvað við erum að gera rangt í tengslum við vellíðan.

Ég trúi því að með því að æfa okkur í að velja fæðuna okkar með smá vandvirkni og örlítil hreyfing nokkrumsinnum í viku geti gert kraftaverk. Við þurfum ekkert mikið – bara smá meðvitund.

  • Forðumst viðbættan sykur
  • Ekki drekka hitaeiningar (gos, ávaxtadjús..)
  • Forðumst hveiti (eða vöndum valið)
  • Forðumst mikið unna matvöru

Try with our vegetables

Our Favourite Recipes


  • Skyrkaka…fljótleg, einföld og ljúffeng
    Þessi er tilbúin á 5 mínútum og klárast jafnfljótt. Ég nota oftast vanilluskyr en það má nota hvaða skyr sem er og bæta hvaða góðgæti sem manni dettur í hug til að bragðbæta eftir smekk.
  • Frönsk súkkulaðikaka
    Hráefni: 4 egg 200gr. súkkulaði Aðferð: Aðskiljum eggin Hrærum gulurnar þar til léttar og freyðandi Setjum súkkulaðið í volgt vatnsbað Hrærum hvíturnar þar til stífar Blöndum saman mjúku súkkulaðinu við eggjarauðurnar og hrærum saman Setjum súkkulaðiblönduna hægt og rólega samanContinue reading “Frönsk súkkulaðikaka”
  • Hrært deig
    Frönsk súkkulaðikaka Hrært deig Frönsk súkkulaðikaka Hráefni: 4 egg 200gr. Súkkulaði /suðu eða að eigin vali Aðferð: Aðskiljum eggin Hrærum gulurnar þar til léttar og freyðandi Setjum súkkulaðið í volgt vatnsbað Hrærum hvíturnar þar til stífar Blöndum saman mjúku súkkulaðinuContinue reading “Hrært deig”